• links
  • sponsors
  • contact us
About
Poets
Writing
Walking
Cities
Beyond



Sigurbjorg Thrastardottir



örfá hamingjuegg

og þeir kasta
í valdhúsið í
steinhjarta borgarinnar
hvítlegnum fóstrum
sem hefðu einn
daginn orðið fiðraðir
gulungar og síðar haus-
laus hænsn sem hefðu
ætt drifhvít og rauð um sæ-
græn torgin steinborgarinnar
eins og bíræfin blóm og
magnað upp fegurð sumar-
blánóttanna en
nú slettast vansköpuð
hjörtun þeirra í valdgráan
steininn



a few happy eggs

against the power house
in the stone heart of the city
they throw
white-soaked embryos that
would have grown
into feathered
yellowyoung and later head-
less chickens that would have
rushed drift-white and red around the sea-
green squares of the stone city
like bold flowers
magnifying the beauty of summer
bluenights but
now their malformed hearts are splashed
against the power-
grey stone


fyrst vakn

svo krosseldur eins og einhver
hélt fram og
mig grunaði ekki að axarskaft
gæti verið þetta
beitt og skammur spotti inn
í dauðann laukst upp
en grímurnar í þrönginni voru
til gagns ég var þá
handviss um að vera ekki ein
og duftið slökkti strax í hver sem
stóð nú fyrir því
en öxin mín
blóðgaði hendurnar hvítar línurnar
ég veit það var skamma
stund svo hélt
svartur morgunninn áfram,
tveir


awakening number one

next crossfire as someone
called it and I
didn’t expect an axe-shaft
to be so
sharp and a short path into
death opened but
the masked throng
had some use
strengthening the feeling
that I wasn’t alone and
straight away the foam
extinguished it all
whoever might have been responsible for that
but my axe
bloodied my hands the white lines
I know it was only
for a while
then the black morning went on
two


Komisariat Policji I
KW-6151091R

Pólska lögreglan
spyr hvað pabbi minn heitir. Ég sé
ekki að hann hafi gert nokkuð af sér og
vil ekki nefna hann, því síður skírnarnafn mömmu
minnar eins og krafist er. Ég veit þeir munu fara
glæpsamlega rangt með nöfn þeirra. Ég
veit að í skýrslunni mun standa
að Thorstur og Gudmunga hafi hist og
kennt hvort annars, eins og í biblískri sögu, og úrslit
þess ekki orðið betur heppnuð en þögul kona með
röndótta húfu sem er ekki einu sinni fær um
að passa eigur sínar. Eins gott hún á ekki
barn sjálf, því hefði sennilega verið stolið
líka.

Pólska lögreglan býr ekki þröngt, en fátt er í raun
innanstokks. Ofnarnir eru á hjólum. Stólarnir við
skrifborðin eru ekki á hjólum.

Pólska lögreglan er skræfa. Þegar regnið eykst á
kvöldin eiga liðsmenn hennar allir óvænt erindi
á stöðina – draga þangað hverja
einustu bullu, ökuþór og lánlausan veg-
faranda, til að sleppa við að þramma eftirlitið í rigningunni.

Ég stend kviknakin
í máðum klefa
á gömlu og mjög köldu hóteli og yrki
um pólsku lögregluna. Þegar ókunnugir hafa
farið kraflandi höndum um eigur manns og þar
með sjálfan mann er nauðsynlegt að
vatnið renni.

Pólska lögreglan lætur mig
undirrita sannleikann.

Ég letra annan sannleika með
fingri á óstöðugan sturtuklefa, ég banka, ég
segi far ég segi angur segi vel og þeir kinka
kolli án þess að skilja
vel því túlkurinn er ekki kominn og ég stend
í lappirnar og ég verð
að vera vakandi hávaðanum í rennandi
eldgömlu vatninu í sturtuklefanum því
ef hnífur er
til að mynda hafinn á loft hinum megin móðunnar
mun það ekki bjarga mér að tilkynna hvað
mamma mín og pabbi heita.


Komisariat Policji I
KW-6151091R

The Polish police
inquire about my father’s name. I can’t
see he’s done anything wrong so I won’t give
it away, nor my mother’s Christian name,
which is required next. I know their names will be
criminally misquoted. I know the report
will say that 'Thorstur' and 'Gudmunga' met and
knew each other, as in a Bible story, with the
sad result of a quiet woman in a colourful hat
who can’t take care of her belongings. Just
as well she hasn’t had a child of her own, or surely
that would have been stolen too.

The Polish police are not cramped but
the station has few furnishings. Radiators have
wheels. Chairs behind desks have
no wheels.

The Polish police are sissies. When the rain grows
heavy in the evenings, every single officer has a sudden
errand at the station, dragging in every single
drunkard, driver and hapless passer-
by, so as not to as have to march in the rain.

I’m standing completely naked
in a worn out cell
in a freezing old hotel writing
lyrics about the Polish police. When strangers have
shuffled one's belongings and thereby shuffled
one’s self, the water must
run.

The Polish police make me
sign the truth.

I draw a different truth with
a finger on an unsteady shower cubicle, I knock, I
say be I say longing I say well and they
nod without understanding very
well for the interpreter isn’t here yet and I
stand on my
own two feet and I must
be alert in the noise from the running
ancient water in the shower for
if a knife is
for example flung high on the other side
of the fog it will not save me to say what
my mother and father are called.


Centrum B
(Nowa Huta)

LoL
(við getum ekki hlegið, bara skrifað það)

útópía
átta krákur
sólskríkt
glerhús

steingráir barnavagnar sjoppur
og kappleikir
í splunkunýju virki
hugmyndanna

Centrum B (er þá ekki lengur centrum, er það) ég bjó
þar og átti stutt pils, dúkku-
lísur úr hnauspappír

happy go lucky
við hverju býstu
býstu
?

að kvenlega strompa beri
við himin í
hamingjuátt, hárrétt

(já, við túlkum gleið bros á veggi)

ég klippti út:
stál
verk
smiðjurnar

ég klippti allt
út úr
hnausheiminum í
stutta pilsinu


Centrum B
(Nowa Huta)

LoL
(we cannot laugh, only write it)

utopia
eight crows
sungiggling
glass houses

rock-grey prams kiosks
sport events
in that spunky new fortress
of ideas

Centrum B (then it isn’t a centrum, is it) I lived
there, I had a short skirt, paper
dolls from thickpaper

happy go lucky
what do you expect
expect
?

that feminine chimneys
rise against the sky
in the direction of happiness, how true

(yes, we translate wide smiles onto walls)

I cut out:
the steel
the works
I cut
everything out
from the thickworld in
my short skirt


silvia í heimsókn

þessir eru undarlegir tímar,
segir silvia

himinninn hefur misst
tak og tvístrast yfir landið innanvert

sést fleygur á stórum flutningabíl
sem skutlar rúðum
á litlum sítróen sem lagt er á skakk
í bergstaðastræti
sést og geirnegldur flekkur
á gömlu bárujárnshúsi undir holti

flísarnar úr himni vorum
eru víða
í auga barns á mýrargötu
í verkfæraskála sem horfir yfir olíusund
í leðurjakka í mínu eigin aftursæti
flygsa kemur meira að segja
til mín á ullardragt frá sjöunda áratugnum
þetta vítt
hefur himinninn tvístrast

og það tekur því ekki að hósta, silvia

því ljósskærblá sárbrynnandi tármúsabrot
úr himninum yfir okkur öllum
eins og við vorum

munu fylgja þér heim


silvia visiting

these are strange times,
says silvia

the sky has lost
its grip and shattered across the land, inward

see a slice on a huge van
delivering windows
on a small citroën parked sideways in
bergstaðastræti
see a double-nailed patch
on an old ironbound house on the slope

the splinters from our sky
are elsewhere, too
in the eye of a child in mýrargata
on a tool hut overlooking an oil strait
on a leather jacket in my own back seat

a flake even comes to
me on a woman’s wool suit from the sixties
that’s how wide
the sky has scattered

and you can save the coughing, silvia

for lightbrightblue sorequenching teardragging fragments
from the sky over
who
we were

shall follow you home

Translated by Sigurbjörg Thrastardottir with editorial help from Zoë Skoulding

Metropoetica News

Out now: the Metropoetica book

Metropoetica is now a book! You can now find poems, images and essays from each of the poets as well as work made collaboratively in the streets of several European cities. Published by Seren, it can be ordered here for £9.99 from the Seren website.


Metropoetica in Wrocław

Watch Inside Outside - a film from the Metropoetica poets, shot at a performance in the streets of Wrocław in April 2011

Metropoetica in Riga

"We walked in the wide streets, in the pale grey light. We watched the city, photographed it, filmed it, wrote about it, and watched it looking back at us through closed windows, reflections in passing trams and the inscrutable eyes of statues..."   Responses to Riga from the poets - now available online

News archive